Gerast félagsmaður

Þú þarft ekki að vera félagsmaður í Skógræktarfélagi Garðabæjar til að kolefnisjafna fjölskylduna. Það er valkvætt. Sem félagsmaður færðu tilkynningar fyrir árlega viðburði eins og jólaskóginn, Líf í lundi, aðalfundinn og aðra fræðslu- og fjölskyldufundi sem félagið stendur fyrir. Auk þess stuðlar þú að auknum kraft í starfi skógræktarfélagsins sem í dag er nær eingöngu rekið af sjálfboðaliðum.

Sjálfboðaliðar

Skráðu þig hér á lista sjálfboðaliða og við setjum okkur í samband við þig þegar til stendur að planta trjám eða stússast í skóginum. Reglulega berast okkur tré græðlingar sem þurfa að komast í jörð og þá hóum við í gott fólk til að aðstoða okkur við að finna því endanlegan stað í skóginum þar sem það dafnar vel og breytir kolefni í súrefni.