KOLEFNISJAFNAÐU FRÍIÐ ÞITT

Reiknaðu út hversu margar plöntur jafna út flugferðirnar þínar. Komdu svo í skóginn og plantaðu þeim.

Markmið okkar er að gera fólki kleift að bæta fyrir kolefnisfótspor sitt af flugferðum og að auka vitund um tengsl kolefnis og skógræktar.

Styrkur gróðurhúsa-lofttegunda hefur aukist um þriðjung á 200 árum.

Tvær leiðir eru færar til þess að koma á jafnvægi í kolefnisbúskap jarðar. Þær eru annars vegar að sporna við losun kolefnis út í andrúmsloftið og hins vegar skógrækt og uppgræðsla lands þar sem gróður hefur eyðst.

Fjölskyldusamvera í skógi

Eigðu samverustund með fjölskyldunni i skóginum og kolefnisjafnaðu á sama tíma fjölskyldufrí ársins. Tilvalin jólagjöf fyrir vini og fjölskyldur sem eiga allt.

“Fjögurra manna fjölskylda sem flýgur til Spánar í frí þyrfti að planta 40 trjám til að kolefnisjafna flug sitt fram og tilbaka”

— samkvæmt reiknivél

Það eina sem þú þarft að gera er að mæta í skóginn.

Á staðnum eru verkfæri, plöntubakkar og leiðbeiningar um hvernig staðið skal að gróðursetingu. Skógarfræðingar verða á staðnum til aðstoðar á sunnudögum.